:46:09
Bligh skipstjóri, í fyrri gögnum
sem voru lögð fyrir réttinn,
:46:12
láðist þér að leggja áherslu
á eitt afar mikilvægt atriði:
:46:15
Tilefni til uppreisnar.
:46:18
Geturðu sagt okkur af hverju
mennirnir tóku skipið þitt?
:46:20
Nei, herra. Mig grunaði ekki neitt
þar til ég var gripinn inni hjá mér.
:46:25
Atvik kvöldið áður
:46:28
hefði átt að vekja
grunsemdir mínar.
:46:30
Ég sá Fletcher Christian
and Roger Byam
:46:33
ræða saman við lunninguna.
:46:36
Ég heyrði Roger Byam segja,
"Þú getur treyst á mig."
:46:40
Ég heyrði Christian svara,
"Gott. Þá er það frágengið."
:46:43
Ég sá þá takast í hendur.
:46:45
Mér varð ljóst að þeir lögðu á ráðin
um að ná Bounty á vald sitt.
:46:48
En það er rangt, Bligh skipstjóri.
:46:50
Herra minn, ég skal skýra málið.
:46:53
Ef fanginn óskar eftir því,
má hann spyrja vitnið.
:46:56
Þú hefur ekki endurtekið allt samtal
mitt við Fletcher Christian.
:47:00
Heyrðirðu hann ekki segja mér
frá heimili sínu í Cumberland?
:47:03
Nei.
:47:05
Heyrðirðu hann ekki spyrja
um loforð mitt
:47:08
að ef hann sneri ekki aftur, þá segði ég
foreldrum hans hvað hefði komið fyrir?
:47:12
Nei.
:47:15
Ég sver fyrir Guði
og fyrir þessum rétti
:47:17
að þetta var það sem
við Christian ræddum um.
:47:20
Það tengdist ekki uppreisn.
:47:22
Bligh skipstjóri, að undanskildu
samtalinu sem þú heyrðir,
:47:26
var hegðun hr. Byams með þeim hætti
að þú telur hann vera sekan?
:47:30
Herra, framganga hans sannfærir mig um
að hann hafi lagt á ráðin með Christian.
:47:34
Þeir voru vinir fyrir uppreisnina.
Þeir voru vinir eftir uppreisnina.
:47:38
Þegar ég kom hafði fanginn
getað handtekið Christian.
:47:41
En hann leyfði honum að flýja.
:47:44
Já, en ég hefði getað orðið strandaglópur
á eyjunni, kannski árum saman.
:47:48
Ofurliði borinn, óvopnaður.
:47:50
Ég hét Christian því
að hafast ekkert að gegn honum.
:47:53
Hr. Byam, ef þú varst tryggur
þegar Christian flýði,
:47:57
hefði ég átt að finna þig dauðan.