Before Sunset
prev.
play.
mark.
next.

:28:01
Frelsið ykkur frá þránni því
:28:03
þið eigið allt sem þið þurfið.
:28:07
Ég er lifandi þegar ég vil
meira en lífsins nauðsynjar.

:28:10
Hvort sem það
eru náin kynni

:28:13
eða nýir skór.
Það er fallegt.

:28:15
Það er gott að þráin
endurnýist alltaf.

:28:18
Kannski er þetta
bara heimtufrekja.

:28:20
Eins og þegar þér finnst þú
eiga skilið að fá nýja skó.

:28:24
Maður má þrá hluti ef maður
sættir sig við að fá þá ekki.

:28:28
Lífið er erfitt
og á að vera það.

:28:31
Ef við þjáumst aldrei
lærum við ekki neitt.

:28:35
Ertu búddi eða hvað?
:28:38
Nei.
- Hvers vegna ekki?

:28:41
Líklega vegna þess
að ég er ekkert ákveðið.

:28:46
Ég ákvað fyrir löngu
að vera opin fyrir öllu

:28:50
og festa mig ekki
við eitt hugmyndakerfi.

:28:54
Ég fór í trappistaklaustur
fyrir nokkrum árum.

:28:58
Trappista?
- Það eru kaþólskir munkar.

:29:02
Hvers vegna?
- Ég hafði lesið um þetta

:29:05
og hélt að það yrði gaman. Hefur þú
eytt tíma með munkum eða nunnum?

:29:10
Nei, ég hef ekki
mikinn áhuga á því.

:29:14
Haltu áfram. - Ég bjóst við þeim hvössum
og ströngum en það var ekki svo.

:29:18
Þeir voru hláturmildir
og þægilegir í samskiptum.

:29:21
Þeir tóku vel á móti öllu.
:29:24
Þeir reyndu ekki
að svindla á neinum.

:29:27
Þeir reyna að lifa
og deyja í sátt við Guð

:29:29
eða hvað sem þeim
finnst eilíft.

:29:32
Það var upplífgandi
að vera þarna.

:29:34
Flestir sem maður hittir
:29:37
reyna að bæta stöðu sína.
:29:39
Þeir reyna að græða meira
eða öðlast meiri virðingu

:29:42
eða láta dáðst að sér.
Þetta er þreytandi.

:29:45
Það er líka þreytandi
að vera svona sjálfur.

:29:48
Þarna var ég og vildi
verða trúarlegri.

:29:52
Ég vil verða betri maður.
Þetta er óhjákvæmilegt.

:29:56
Ég átti kærasta fyrir nokkrum árum
sem vildi verða búddatrúar.


prev.
next.