:06:00
- Átta mínútur?
- Tuttugu, hátign. 20 mínútur!
:06:04
Stanslaus tónlist í 20 mínútur.
Ekkert resitatíf!
:06:09
þetta er aðeins hægt í óperu.
:06:11
Ef fleiri en einn tala
í leikriti í einu
:06:15
kemur bara hávaði.
:06:17
En í óperu með tónlist
:06:20
má heyra í 20 einstaklingum
sem tala allir í senn.
:06:24
það er ekki hávaði
heldur fullkominn samhljómur.
:06:27
Mozart, þetta snýst ekki um tónlist.
:06:30
Enginn efast um hæfileika yðar en dóm-
greind yðar í bókmenntum er vafasöm.
:06:36
þótt pólitíkin sé fjarlægð
verður þetta áfram óheflaður farsi.
:06:42
því að eyða huga yðar í slíkt?
:06:45
Án efa getið þér valið
göfugri þema.
:06:49
Göfugri!
Hvað þýðir göfugri?
:06:52
Ég er búinn að fá yfir mig nóg af...
:06:56
göfugum hlutum.
Gömlum, dauðum þjóðsögum.
:06:59
Af hverju þurfum við eilíflega
að skrifa um guði og þjóðsögur?
:07:03
Af því að þau lifa.
:07:06
Af því að þau lifa til eilífðar.
:07:09
Að minnsta kosti það sem þau tákna:
eilífleikann í okkur.
:07:13
Óperan er til að upphefja okkur,
Mozart.
:07:16
þig og mig,
alveg eins og hans hátign.
:07:23
Látið ekki svona,
verið hreinskilnir!
:07:27
Hlustum fremur á hárgreiðslumanninn
en Herkúles, Hóras eða Orfeus.
:07:33
Svo háfleygir að þeir tala
eins og þeir skíti marmara.
:07:38
Hvað!
:07:40
Gætið tungu yðar, Mozart!
Hvernig dirfist þér?
:07:48
Fyrirgefið, yðar hátign.
:07:52
Ég er óheflaður maður
:07:54
en þér megið trúa að tónlist
mín er ekki þannig.