:18:01
Svo þannig er ég hingað komin.
:18:03
Drottinn minn, þetta er sorgleg saga.
:18:06
Gaurinn eyðileggur hjónabandið hennar
og fer svo frá henni.
:18:10
Ég fann hann í bólinu með einni
fyrirsætunni hans. Hver getur álasað honum?
:18:14
Hún var sænsk, 1,80 á hæð, komst í úrslit í
Ungfrú heimur, með lappir upp að höku.
:18:19
Myndin mín, Geldingarsónatan, gefur
einmitt innsýn inn í kynhneigð karla.
:18:24
Heppilegt að þið áttuð ekki börn. Hann hefði
getað gert forræði að vandamáli.
:18:29
Ég vildi eiga börn,
en maðurinn minn vildi það alls ekki.
:18:33
Hann gat ekki hugsað sér kynlíf með ófrískri
konu, sérstaklega ekki á feitu mánuðunum.
:18:38
- Hvað ætlarðu að gera núna?
- Ég er listfræðingur.
:18:42
Það var aðalgreinin mín í háskólanum.
:18:45
Mér verður kannski boðin vinna
á listasafni.
:18:48
Bara við að skrásetja,
en ég get ekki afþakkað það.
:18:51
Má bjóða ykkur meira?
:18:54
- Ég get ekki borðað meira.
- Maturinn var frábær.
:18:58
Fyrirgefðu að ég brenndi gaddborrann
og gardínurnar.
:19:01
- Fyrirgefðu að ég ruddist inn á ykkur.
- Nei.
:19:03
Bara gaman að fá óvæntar heimsóknir frá
konum sem kasta upp. Ég er að grínast.
:19:09
Vonandi er ekki öll von úti fyrir
myndina mína eftir þetta kvöld.
:19:12
Ég held að Steve Walsh hafi verið ókei.
:19:14
Ég sagði honum að ég ætlaði að leika
eitt hlutverkið í henni.
:19:17
- Hvað sagði hann?
- Við töluðum um leiklist.
:19:20
Ég sagði honum frá
mínum verðlaunaða Pygmalion.
:19:22
- En það var í háskólanum.
- Það var samt flott að láta Henry vera haltan.
:19:27
Ég þoli ekki að vera aðstoðarleikstjóri.
:19:31
Málið er að hann gæti látið
verða af myndinni minni, bara sisona.
:19:35
Hvað eru 2 milljónir fyrir svona auðkýfing?
Kostar hann meira að reka einkaþotuna sína.
:19:40
Hann var hrifinn af þér,
og þú varst sexí.
:19:44
- Fannst þér ég vera sexí?
- Þú ert sexí. Í alvöru, þú ert svaka sexí.
:19:48
- Hobie, klukkan er 2 að nóttu.
- Hvað er að?
:19:51
Einu sinni vorum við alltaf að elskast,
nú er alltaf einhver afsökun.
:19:55
Ég er að fara í gegnum tilfinningalega
erfiðan tíma í sköpuninni.
:19:59
- Finnst þér við ekki vera í sambandi?
- Jú, auðvitað. Ekki tala um það.