:40:10
Taktu við. Þú ert frábær.
:40:44
Ég ætlaði ekki að trufla.
Ég ætla bara að fá mér drykk.
:40:48
Ekkert mál. Ég var bara að núa lampann
í von um að breyta lífi mínu.
:40:52
Ég trúi á töfra. Ég held að þeir einir geti
bjargað okkur.
:40:56
- Þú ert píanóleikarinn.
- Ekki lengur. Ég er í hléi.
:41:01
Dularfull, ókunn kona hefur tekið við í
bili. Hún spilar dásamlega.
:41:07
Ertu að tárfella?
:41:10
Þetta lag hefur merkingu fyrir mig.
Það var spilað kvöldið sem ég hitti mann.
:41:15
Eru þetta sorgar eða gleðitár?
:41:17
Eru það ekki sömu tárin?
:41:23
Af hverju þurfa hlutir sem byrja svo vel
alltaf að enda með ósköpum?
:41:29
- Ekki hjá öllum.
- Hjá öllum sem hafa eitthvert ímyndunarafl.
:41:33
Lífið er alveg bærilegt
ef maður hefur ekki of miklar væntingar.
:41:37
Um leið og maður leyfir sér sæta drauma
kemur hættan á að þeir hrynji til skjalanna.
:41:42
Það eru mörg gömul lög sem ég græt yfir.
:41:44
Ég heiti Melinda.
:41:47
Melinda Robicheaux. Það er franskt.
:41:50
- Það er mjög fallegt nafn.
- Þakka þér fyrir. Það er nafn móður minnar.
:41:54
Hún giftist dr Nash, svo ég ólst upp
undir því nafni, en ég tók upp hennar nafn.
:41:59
Skynsamleg ákvörðun.