:42:01
Það er mjög hljómfagurt.
:42:03
Ég heiti Ellis Moonsong.
Ég er frá Harlem, USA.
:42:07
Ellis Moonsong. Heitirðu það virkilega?
:42:11
Já. Við skulum fara og setjast.
:42:13
Það er yndislegt.
Þú spilar líka dásamlega.
:42:17
Ég gat alltaf framleitt tónlist.
:42:20
Ég get spilað á öll hljóðfæri,
en ég sérhæfi mig í tónsmíðum.
:42:24
Ég hef samið tvær óperur.
Önnur var flutt í Yale, tókst mjög vel,
:42:29
og það á að flytja hina
í Santa Fe næsta sumar.
:42:32
- Mjög merkilegt.
- Já, að heyra montið í mér.
:42:35
Ég er feiminn, svo ég sel sjálfan mig.
En það líkar ekki öllum við músíkina.
:42:39
Þær eru nútímalegar,
en gagnrýnendur voru jákvæðir.
:42:43
Stefnirðu að því -
að verða annar Verdi eða Puccini?
:42:47
Ég geri mér engar grillur, en, já.
:42:50
Ef ég gæti núið þennan lampa og óskað mér...
Óperur, sinfóníur, strengjakvartettar.
:42:54
Það er mikill áhugi á verkum mínum í Evrópu.
Má vera að ég flytji til Barcelona eða Parísar.
:42:59
Ég get ekki hætt að blaðra um sjálfan
mig. Þú opnaðir öskju Pandóru.
:43:05
Og þú?
:43:07
Ég sem ekki óperur,
en líf mitt hefur verið ein slík.
:43:11
Ég er ein af þessum kvenhetjum sem er of
taugastrekkt fyrir þessa plánetu,
:43:17
en mín vandamál eru mér sjálfri
að kenna.
:43:19
Ég hefði ekki átt að elta
drauma mína svona hugsunarlaust.
:43:23
Við hrifsum þá hugsunarlaust til okkar
því við erum ástríðufull.
:43:26
Ég sá ástríðuhitann í þér
þegar við tókum tal saman.
:43:29
- Hvernig?
- Hvernig?
:43:32
Augun þín, röddin þín.
:43:34
Ég er mjög næmur fyrir fólki.
:43:37
Það er sérgáfa.
:43:39
Svo ég snúi mér að efninu.
Má ég kynnast þér betur?
:43:43
Ég verð að fara að spila aftur, en gætum við
snætt hádegis- eða kvöldverð saman?
:43:47
Þú mátt fá símanúmerið mitt,
ef það er það sem þú vilt.
:43:53
Leyfðu mér... Ég ætla að ná í penna.
:43:56
Þarna ertu.
:43:58
- Ég sá hr Bud Silverglide.
- Píanóleikarinn dularfulli.